VAGNAVINAFÉLAGIÐ
Könnun
Hvað á nýja hýsið hans Kalla að heita?

Vagnavinalög
20.07.2011 20:58:30 / Bammi

Nú er allt að verða vitlaust!! Allir á Húsavík!

Sail Húsavík - Norræn strandmenningarhátíð

16.07.2011 - 23.07.2011
Nú styttist í Norrænu strandmenningarhátíðina „Sail Húsavík“ sem verður haldin 16.-23. júlí næstkomandi á Húsavík.
RÚV verður með beina útsendingu frá hátíðinni milli kl. 18.30 og 19.00 frá 18. júlí til 22. júlí.
Þetta er fjölskylduhátíð sumarsins! þar gefst fólki kostur á að upplifa norræna strandmenningu „á bryggjunni“. Stór seglskip og minni bátar frá Danmörku, Færeyjum, Íslandi, Noregi, Svíþjóð og Þýskalandi verða í Húsavíkurhöfn og mynda stórkostlegt sjónarspil (sjá myndir í viðhengi). Hægt verður að fara um borð í heimsfrægar seglskútur, læra að sigla, smakka á lostæti, njóta tónlistar, kvikmynda og listasýning, dansa og syngja.
Á svæðinu verður stútfull dagskrá frá morgni til kvölds fyrir alla fjölskyldumeðlimi.

Meðal efnis má telja;
• Tónleikar með Kristjáni Jóhannssyni og Sinfóníuhljómsveit Norðurlands.
• Lifandi handverkssýningar með vefnaði, prjón, þæfingu, netagerð og togvinnu. Allir sem vilja prófa hæfni sýna fá að taka þátt.
• Fljótandi hótel með skemmtiatriðum og góðum mat
• Skemmtilegur markaður með áherslu á mat úr héraði úr “þingeyska matarbúrinu” og aðra norræna matvöru, handverk og hönnun. Á markaðnum verða m.a. seldar matvörur frá Fjallalambi á Kópaskeri; Viðbót á Húsavík og Vogafjósi í Mývatnssveit.
• Dorgveiði, kayaknámskeið, hugmyndasmiðja og leiklistanámskeið fyrir börn
• Tónleikar á hátíðarsviði – fram koma Hjaltalín, Raggi Bjarna, Hjálmar og margir fleiri.

Sjá upplýsingar um dagskrá og myndir af skipum: www.sailhusavik.is

» 4 hafa sagt sína skoðun

20.07.2011 19:29:39 / Bammi

Nú fer að styttast í siglinguna, hverjir eru byrjaðir að safna?

Smelltu hér ef þú sérð ekki myndirnar


Úrval Útsýn

Sól

Borgir

Ævintýri

Skíði

Golf

Íþróttir

Úrval Útsýn
Til þjónustu reiðubúin
í síma 585 4000


ÚRVAL ÚTSÝN KYNNIR

SIGLANDI LÚXUSHÓTEL!OASIS OF THE SEAS

VESTUR KARÍBAHAF OG FLÓRÍDA!
11.-24. nóvember.

Ft. Lauderdale - Labadee - Falmouth - Cozumel - Orlando 

Úrval Útsýn kynnir með stolti, Oasis of the Seas, stærsta farþegaskip í heimi.

Í þessari ferð verður siglt um Vestur - Karíbahaf og komið við á hinum undurfögru eyjum Haiti og Jamaica.  Frá Jamaica er siglt til  Cozumel í Mexíkó áður en haldið er aftur til Ft.Lauderdale. Dvalið er í eina nótt í Orlando fyrir siglingu og 4 nætur eftir siglingu.  

Karíbahafið er er dásamlegur leikvöllur fyrir köfun og sund, sólböð og afslöppun, verslunarferðir og golf. Við verðum umkringd drifhvítum ströndum, blágrænu hafi og fegurstu eyjum heims .

ATH! aðeins 8 sæti laus!

VERÐDÆMI:
356.900 kr. 
á mann miðað við 2 fullorðna.
Gisting í innri klefa.
Brottför: 11.–24. nóvember.

; border-right-color: rgb(0, 119, 198); border-bottom-color: rgb(0, 119, 198); border-left-color: rgb(0, 119, 198); border-top-width: 2px; border-right-width: 2px; border-bottom-width: 2px; border-left-width: 2px; padding-top: 5px; padding-right: 5px; padding-bottom: 5px; padding-left: 5px; text-decoration: none; background-color: rgb(33, 156, 182); color: rgb(255, 255, 255); ">Bóka ferð »


Möguleiki á aukadvöl fyrir eða eftir siglingu.  
Hafðu samband við sölufólk í síma 585 - 4000.

Oasis of the Seas

 


  

 

 

Úrval Útsýn · Lágmúla 4 · 108 Reykjavík · 585 4000


» 0 hafa sagt sína skoðun

20.07.2011 19:25:48 / Bammi

Útilega

Sælir Vagnavinir
Nú ætla Bammi og Bóbó að fara af stað í fyrramálið. Stefnan er að gista eina nótt í Svartaskógi og enda svo í Húsavík um helgina þar sem verður 21° og sól. Nú er bara að spýta í lófanna og drífa sig af stað!!!!
Hvað segið þið kæru vinir hvað ætlið þið að gera???


» 0 hafa sagt sína skoðun

12.07.2011 16:09:41 / Bóbó

Já,, komiði nú sælir

Það er nú gaman að segja frá því að við félagarnir erum nú staddir í Munaðarnesi í Borgarfirði. Renndum hér í hlaðið og tjölduðum eftir að vera búnir að leggja þvers og kruss. Það var nú gaman að segja frá því eins og öllum velunnurum Vagnavina þykir. 
En það er nú skemmst frá því að segja að við félagarnir fengum okkur egg og bacon í morgunsárið sem var bara þokkalegt. 

Haldið að það hafi ekki einn tjaldfáráður farið að horfa fast í augun á börnunum okkar og þá klukkan ekki nema 22:50 og Vagnavinir rétt að detta í stuðið.  Krakkarnir drulluhræddir, en fíflið gat ekki facað þá fullorðnu Vagnavini sem saman voru komin. Aftur kom svo fáráðurinn kl. 1:10, alveg saltvitlaus en þá voru börnin að tínast inn. 
Áður fyrr var sagt að "ef maður getur ekki sofið þá er maður ekki þreyttur"og voru þau orð látin falla. En Fíflið vildi tala við tjaldvörð og fór einn Vagnavinur með honum. Málin voru sjátluð en hann ræsti okkur snemma um morguninn eða kl. 10:40 til að færa til markísur svo að hann gæti hypjað sig í burtu frá þessu hræðilega fólki. 

Við látum fylgja eina mynd af Halla Gísla samloku að hætti Bamma.
En hún vill ekki láta sjá sig. Þannig að þið fáið ekkert að sjá hana. 
Megið þið eiga góðar stundir eins og við ætlum að gera :haha:
http://www.google.com/imgres?imgurl=http://www.bbcgoodfood.com/recipes/4682/images/4682_MEDIUM.jpg&imgrefurl=http://www.bbcgoodfood.com/recipes/4682/tripledecker-steak-sandwich&usg=__aDhWroOm9HDQ_ILe2DMtQze7wjQ=&h=400&w=440&sz=39&hl=is&start=47&sig2=-5IO3KgMg5xyb70MEctZDQ&zoom=1&tbnid=UTPyjnoqkO1IeM:&tbnh=155&tbnw=174&ei=5G8cTt6OLIas8QPjkoGqCA&prev=/search%3Fq%3Dsandwich%26um%3D1%26hl%3Dis%26client%3Dsafari%26sa%3DN%26rls%3Den%26biw%3D1279%26bih%3D648%26tbm%3Disch&um=1&itbs=1&iact=hc&vpx=1005&vpy=125&dur=635&hovh=214&hovw=235&tx=158&ty=95&page=4&ndsp=15&ved=1t:429,r:9,s:47&biw=1279&bih=648

» 1 hafa sagt sína skoðun

27.05.2011 00:14:23 / Bammi

Hvíti ................................

Það munaði ekki um það þegar við hjónin keyrðum með nýja slotið um Suðurlandið að það fór að hrikta í stoðum landsins. Gos í Grímsvötnum og við rétt sluppum heim til barnanna sem biðu í ofvæni eftir að sjá nýja híbýlið sem við ætlum að draga á eftir okkur í sumar.
Reyndar er búið að vígja vagninn, við sváfum eina nótt í Dauðadalnum þar sem við erum heimavön, í sitthvoru rúminu. :haha:
Það verður ægilega gaman að hitta ykkur í sumar, get varla beðið.
Ég held að það sé ákveðið að fara með Óla á landsmót á EGS um Versló. Hann hljóp 23 km. í Unisef hlaupinu í gær og geri aðrir betur!!
Ég ætla að biðja ykkur um að taka þátt í skoðanakönnuninni hér til hliðar.
Kv. Nína» 2 hafa sagt sína skoðun

24.05.2011 15:23:09 / Bammi

Opnunarhátíð Vagnavina 2011


Já kæru vinir. Annað árið í röð opnar aðili úr VV tjaldstæðið á Reyðarfirði.
Við semsé með hamingjuvagninn smelltum okkur á Reyðarálsmótið með börnunum. Fengum við hið fína maí veður. þ.e. sól og ca 10 stiga hita. Maggi og Bessí voru með okkur fyrstu nóttina, en buguðust svo og héldu heim, en VV-meðlimirnir eru ekki þekktir fyrir að bakka með áformin og kláruðu helgina fram að kvöldi sunnudagsins 15 Maí. Við Maggi þrýstum nokkrum öl glösum niður á föstudagskvöld og svo var tekið alvöru evrovision kvöld á laugardeginum. Kiddi og Sandra hnikk kíktu við eftir mót til að fá smá útilegu fíling áður en þau þræluðust upp í bústaðinn á Einarstöðum. Píndum við Kiddi í okkur nokkra bjóra í tilefni bjórkynningar sem haldin var í hamingjuvagninum. Grillað alla dagana. Þótti frúnni Cadett grillið vera farið að stirðna eitthvað. Sund á Eskifirði áður en stímið var sett í fjörðinn fagra Hornafjörð.
Líst vel á endurnýjun vagna hjá VV-félugum og óska þeim til hamingju með þá.  Bíð spentur eftir næstu útilegu og ekki væri verra ef einhver úr VV væri á svæðinu.
Sæl að sinni
Sævar og Co» 4 hafa sagt sína skoðun

24.05.2011 13:54:39 / Mokki

Nýr Ferðavagn!

Það er ekki sökum að spyrja.  Ferðavagnafloti Vagnavina hefur á síðustu árum tekið umtalsverðum breytingum.  Menn lagfæra og betrum bæta vagna sína og einnig hefur borið nokkuð á því að menn uppfæri.  Mér vitandi hafa tveir meðlimir VV uppfært ferðakost sinn fyrir komandi sumar.  Þetta er annarsvegar Gústi (Dúddinn), sem gerði feikna góð kaup í 10 feta Coleman Cheyenne með geymsluhólfi, árgerð 2004.  Hann eins og fleiri græddi umttalsverða fjármuni er hann seldi "gamla" vagninn sinn og að sjálfsögðu var allur gróðinn settur beint í nýja gripinn.  Ég segi það með vissu að Gústi og co. eiga eftir að fara mikinn í sumar.  Þess ber einnig að nefna að hann er kominn á helvíti flottann KIA SORENTO, þannig að einhver er innkoman!?!?
Nú einnig ber að nefna að Bammi "upgrade-aði" einnig og er nú annar meðlimur VV-fjölskyldunnar sem komin er á Hjólhýsi!!  Eins og menn vita var það einungis Keegan sem átti Hjólhýsi síðasta sumar.  Ég nenni ekki að týna til allt það sem Hjólhýsið hans Bamma hefur en þó er vert að taka fram að það hefur TVÖ, á ég endurtek TVÖ aðskilin, já ég endurtek aftur AÐSKILIN rúm!!!  Frekar hendi ég inn mynd af ferlíkinu.Það vantar hugmyndir að nöfnum á bæði Hýsin.
og Bóbó, Sólmyrkvi og Tarfsi, hvað segi þið um þessa þróun VV.  Þið eruð einu risaeðlurnar sem enn eruð að tjaldvögnum.  Er þetta skref í rétta átt eða er þetta bara byrjunin á hnignun félagsins???

» 4 hafa sagt sína skoðun

16.05.2011 19:21:01 / Bóbó

AFLASKIPIÐ GUÐMUNDUR SIG.

Það er ekki að á þá logið Vinina . Saman eru þeir komnirBammi og Bóbó á aflaskipinu Guðmundi Sig , og viti menn sitja á toppnum yfir aflahæstu bátana á landinu í maí mánuði , eins og neðanliggjandi listi sýnir .

Þess er samt vert að geta að Guðmundur Sig á ekki eftir nema 8 tonn í hundraðið í maí. Sem er alveg frábært og hafa tryggt stöðu sína rækilega á toppnum.og ekki nema 16.krakkar mínir

Útlit er fyrir brælu næstu dagana og heyrst hefur að Bammi sé að fara að kanna hjólhýsamarkaðinn í höfuðstaðnum. sel það ekki dýrara.

Vagnavinir saman komnir tveir eða fleiri og gleðin verður ekki meiri.:)                            Við erum frábærir. Kv Bóbó og Bammi                                                                                 

 .

            />

Sæti 

Sæti áður

Nafn

Afli

Landanir

Mest

Höfn

1

1

Guðmundur Sig SU-650

62,2

7

14,1

Hornafjörður

2

2

Bergur Vigfús GK-43

61,5

9

11,8

Sandgerði

3

4

Muggur KE-57

60,5

8

11,9

Sandgerði, Grindavík

4

11

Tryggvi Eðvarðs SH-2

55,8

9

7,1

Rif

5

7

Sirrý ÍS-84

54,8

10

7,2

Bolungarvík

6

3

Ragnar SF-550

54,1

6

14,7

Hornafjörður

7

8

Einar Hálfdáns ÍS-11

53,5

10

7,9

Bolungarvík

8

10

Þórkatla GK-9

53,2

8

9,2

Grindavík

9

6

Birta BA-72

52,9

8

11,7

Patreksfjörður

10

13

Hópsnes GK-77

49,7

9

7,2

Grindavík

11

9

Auður Vésteins GK-88

47,5

7

11,9

Grindavík

12

22

Guðmundur.Einarsson.ÍS-155..

43,9

10

6,3

Bolungarvík

13

17

Guðbjartur SH-45

42,7

9

6,4

Rif

14

14

Bjössi RE-277

42,4

8

9,8

Þorlákshöfn

15

12

Dóri GK-42

41,5

10

5,7

Sandgerði, Grindavík

16

16

Dögg SU-118

40,8

7

7,6

Hornafjörður, Stöðvarfjörður

17

21

Ingibjörg SH-174

39,9

8

7,1

Rif

18

19

Benni SU-65

39,7

8

5,9

Breiðdalsvík

19

23

Gísli Súrsson GK-8

33,4

6

8,8

Grindavík

20

18

Von GK-113

32,2

8

10,4

Sandgerði

21

24

Sæhamar SH-223

31,6

6

6,6

Rif

22

15

Skjöldur RE-57

31,5

7

7,3

Sandgerði

23

39

Sæli BA-333

29,5

6

9,5

Tálknafjörður

24

42

Daðey GK-777

28,9

5

9,6

Sandgerði, Arnarstapi

25

25

Lágey ÞH-265

27,7

6

10,1

Húsavík

26

38

Guðmundur á Hópi GK-203

26,5

5

6,8

Arnarstapi, Ólafsvík

27

20

Lúkas ÍS-71

26,2

7

6,1

Ísafjörður

28

27

Háey II ÞH-275

25,7

6

11,5

Húsavík

29

43

Sæborg GK-68

25,6

5

7,2

Arnarstapi, Sandgerði

30

29

Oddur á Nesi ÓF-76

25,5

5

6,7

Siglufjörður

>


» 5 hafa sagt sína skoðun

02.04.2011 14:22:22 / Bammi

Er byrjað að voraÞað er farið að vora suður á kosta del Höfn og menn farnir að hita sér við tilhugsun um sumar og bjór. Hvað er að frétta af ferðavögnum borgarbúa Bjarni,Valdi,Ingvaldur og Gústi eru fyrirhugaðar miklar útilegur í sumar og eru menn komnir með ný ferðatæki i sigtið, Héðan er það að frétta að Kalli er búin að panta sér risa hjólhýsi en Óli sagði að það væri allt i lagi því hann ætlar að sofa í kúlutjaldi,Siggi er að innrétta herbergi i skúrnum fyrir helmingstækkun á fjölsk, svo Valhöll verður þétt leginn í sumar,Kiddi verður ný trúlofaður og happí á göslaranum,Sævar heldur sig við hjólhýsið en er á leið erlendis þannig að vagnatíminn verður stuttur og Ingi verður með gamla berserkin að þvælast í að minsta kosti 2 vikur.
Róbert Óliver og Birta eru að fermast og fá ískaldan pilla frá mér í sumar og auðvitað Maron sem ég held að fermist ekki í kirkju. Til Hamingju öll
kv Ingi og fjölsk. 

» 8 hafa sagt sína skoðun

28.01.2011 18:51:13 / Mokki

Vinalundur

Til hamingju VV  nær og fjær!  Loksins höfum við eignast okkar eigið tjaldstæði.  Þannig er mál með vexti að Valdi og Gústi hafa fest kaup á 1 hektara skika í Svínadal.  Þarna mun að öllum líkindum rísa fjölskyldu-paradís, þar sem VV verða áberandi í drykkju og söng!
Bláa Skátamerkið=Vatnaskógur
Rauða Bannmerki=Tjaldstæði við Þórisstaði
Græni blossinn=Vinalundur

» 4 hafa sagt sína skoðun

29.12.2010 17:55:08 / Bammi

Gleðilega hátíðir

Þessar kíktu á Þorláksmessu þegar konan var að versla...!!!» 1 hafa sagt sína skoðun

14.12.2010 14:59:00 / Bammi

Sumarið 2010 Ferðasaga

Keyrðum að heiman fljótlega eftir Humarhátíð með vagninn góða í eftirdragi áleiðis norður á Ólafsfjörð. Gist var í sæmilegu veðri í Reykjahlíð við Mývatn og komum við snemma dags á Ólafsfjörð þar sem Sindra-drengir kepptu í fótbolta næstu 3 daga. Þar var búið að rigna eldi og brennisteini í heila viku en stytti að sjálfsögðu upp þegar 3 höfuð vagnavina mættu með afsprengin sín. Gott var að hafa Sævar og Bamma með til að útskýra öll þessi flaut og læti í dómurum singt og heilagt út af nánast engu, en þetta var í fyrsta sinn sem strákurinn horfði á fótbolta í meira en 2 mín. Það voru hrópuð orð eins og víti,auka,rangstæður,óþokkaskapur og útaf með leikmenn? En ég sá aldrei neitt af þessu! Eftir þessa helgi fékk ég þá félaga til að koma með á STRANDIR.  Það var keyrt á Blönduós og gist þar. Konurnar notuðu frábæra aðstöðu á tjaldstæðinu til að þvo og þurrka og farið var í sund í nýrri sundlaug staðarinns sem er alveg ljómandi fín og við Bammi fórum gönguferð umeyjuna sem bæjaráin umlykur og tókum þar við miklum fróðleik um jurtir og lækningamátt þeirra af vörum Sævars. />

Keyrt var að stað og komið við í nýjum Staðarskála í Hrútafirði sem er glæsilegur og verðugur arftaki þess gamla. Svo var tekin U-beygja norður og komið seinnipart á Hólmavík, leið sem var ekki hjólhýsavæn að sögn Sævars, en allir komu þeir aftur og engin kelling hló þegar hellt var upp á æriskaffi og notið þess að slaka á í galdrabænum því næsta dag skyldi keyrt mikið. />

Brunað var í Djúpuvík og vildi höfundur endilega draga þá félaga með í skoðunartúr inn í þessa merkilegu verksmiðju en þá skemmtilegu ferð fór ég árið 2000 og hafði gaman af en Bammi var mikið að flýta sér og nennti ekki að vafra um í gömlu ónýtu húsi þannig aðSævar benti á að gaman væri að fara í Krossneslaug í Norðurfirði sem við gerðum og vorum ekki sviknir af því að baða okkur í þessari skemmtilegu laug sem stendur nánast út í sjó.Þaðan var haldið í Ingólfsfjörð þar sem er líka yfirgefin síldarbræðsla en Bammi vildi fara lengra og klöngruðumst við alla leið í Ófeigsfjörð við litla hrifningu Lukku því vegurinn var svo dapur að hún var bílveik, en þar er meðal annars hús sem byggt var úr reka úr fjörunum og kríuvarp, að ógleymdum tófum, en einsog flestir vita eru Hornstrandir griðasvæði rebba. Svo átti að halda í tjaldbúðir aftur með viðkomu í Djúpuvík þar sem renna átti fyrir fisk en þegar þangað var komið sást bara rykið aftanúr bílum þeirra félaga Sæva og Bamma en voru þeir orðnir þyrstir mjög og brunuðu heim. En stráksfjölskyldan renndi fyrir og stoppaði á Gjögur og Laugarhól þar sem skemmtilegur náttúru-heitipottur er, þeir félagar voru að sjálfsögðu farnir að brosa þegar ég kom.. Daginn eftir fóru allir í nýja sundlaug staðarins sem er þægilega nálægt tjaldstæðinu og ákaflega notaleg, Bammi fór í borg dauðans að ná í Birtu og halda áfram, en við Sævi fórum á galdrasýningu og lentum í makrílmoki á bryggjuni sem endaði með að við forðuðum okkur áður en að fiskistofa mætti og krefði okkur um kvóta fyri þessu ½ tonni af makríl sem krakkarnir tóku upp, enda búin að vera 3 nætur á Hólmavík. />

Eftir þetta langaði okkur að veiða meira og brunað var með vagnana að Haukadalsvatni sem er skammt sunnan Búðardals og reynt að veiða en ekkert gekk og eftir eina gistinótt brunuðum við bræður í Borganes og tókum kost og enduðum í Hvammsvík í Kjós en þar er sleppivatn og mikið öruggari silungsveiði enda komu 10 fallegir fiskar upp, og nú var sumarið komið enda hitinn eftir þetta í kring um 20°c, ýmislegt var dundað svo sem  tennis,kubbur,krikket og sungið og drukkið og svo fóru allir á Kátt í Kjós sem er sveitasölumarkaður og skemmtum ýmiskonar. />

Nú var komin tími til að kveðja Sævar og fjölskyldu enda fríið hans að ljúka og kominn tími til að hitta Bamma, Bóbó, Mokka og Sólmyrkvann ásamt fullt af liði sem alið hafði manninn á Stóra-Hofi í nágrenni Árnes og þangað var brunað, en heldur framlár var sá mannskapur eftir mikla gleðihelgi og flestir að hypja sig burt.  Þar gistum við 2 nætur og stóð til að fara heim að hlaða batteríin en Mokkinn var orðinn einn og vantaði félagskap og auðvitað sló kallinn til og farinn var túr að Hjálparfossum og Búrfellsvirkjun skoðuð, þá var tekin veðurfræðileg ákvörðun og brunað norður aftur nú í Varmahlíð í 2 nætur en þar er komið stórskemmtilegt tjaldstæði með öllum þægindum svo sem þvottavél og heitu vatni og sundlaug í göngu færi sem kom sér vel þegar engin treysti sér til að aka, þarna var spjallað og spilað sequence sem Kollsan var svo heltekin af að ég mátti til með að kaupa fljótlega og farið í göngu. Þá var ákveðið að reyna að smala Vagnavinum saman í Fnjóskadal nánar tiltekið í Vaglaskógi og fundum við Mokki góða laut burt frá öllum skarkala enda löngu búnir að fá nóg af fullu og rugluðum hávaðasömum tjaldgestum, ekki leið á löngu þar til Baukurinn mætti og síðar Guttormur, Mikið gaman var þá? Þarna áttum við 3 nætur í Spánarblíðu og undu börnin við að villast í skóginum, grafa í sandkössum og leika sér saman og einn fór meira að segja upp í tré og söng jurivísíon smelli, tekin var brimreið á kork niður Fnjóská og baðað sig þar svo skruppu menn í kostferðir á Akureyri, þeir vinir Ósama bin laden og Saddam Hussein kíktu í einn kaldan og urðu alveg kengruglaðir sei no mor. />

Eftir miklar pælingar voru vagnar spenntir og haldið austur að Ásbyrgi með viðkomu á Húsavík þar sem ég kíkti í kaffi til Kela og Gutta þar sem þeir voru með allt sitt.  Í Byrginu var meiningin að safna kröftum  fyrir  versló en þar bættist í hópinn hin síkáti Siggi með Valhöll og drengina 2 og var að sjálfsögðu opnaður rauðvínskútur þeim til heiðurs en var ég nokkurn veginn einn í þeim fögnuði því Bammi hafði lagst í hina alræmdu Kanaríflensu og var ekki til mikilla afreka það sem eftir var sumars en fór nú ekkert heim enda harður nagli.  Bóbó og Mokki? já þreyttir bara,en ekkert væl.  Svo var gerður út mikill leiðangur í Hljóðakletta þar sem er ótrúlegt landslag úr stuðlabergi og þar voru brjálaðir holugeitungar sem réðust á Auðunn og stungu hann.  Mokki ,Fönnsa og Nína fóru í Byrgið en Stráksinn og co héldu áfram ömulegan veg að Dettifossi sem skartaði sínu fegursta, Bammi fór með Óla að veiða á Kópasker og Siggi á Húsavík á tippasafnið á meðan. Nú var tekin sú stóra ákvörðun að verslunarmannahelgin yrði í Atlavík og brunað var þangað nánar í Höfðavík þar sem við höfðum átt góða daga eftir brúðkaup Kalla og Nínu 2006 sælla minninga en ekki vildi betur til en að beislið á Storkinum brotnaði hér um bil af og var farið með hann í smá klössun og soðinn saman og allt í lagi aftur, ekki var nú alveg komið að helgi þannig að Strákurinn og co fóru í stórkostlega ferð í Mjóafjörð þar sem farið var út á Dalatanga og eitt deginum í bongóblíðu í Mjóa en Mokkinn fór að hitta ættingja á Eskifirði, hinir voru eftir í víkinni en þá var kominn í hópinn hinn síkáti sullari Súlli með kírópraktorin Söndru sér á hægri hönd og haldin var alþóðlegur raspdagur þar sem menn röspuðu kjöt eða fisk og átu! en aðrir létu ekki sjá sig þessa verslunarmannahelgi! Enda áminntir af sjálfum formanninum enda mjög refsivert að láta ekki sjá sig um versló! Nú jæja það var fámennt en góðmennt en þeir sem mættu voru Sigurður sólmyrkvi og fjölsk,Þorvaldur Mokki og fylgihlutir,Bjarni Bóbó og hans menn, Kristinn Gæsúll og stórfjölskylda, Ingi Stákur og fylgihlutir,og að sjálfsögðu Kanaríflensu Kalli,(Bammi)og co sem sá um að minna alla á kvöldið áður en þetta mun vera fylgihluti flensunar að muna svona vel og mun þetta vera fyrsta versló í 20 ár sem hann man svo vel eftir, til hamingju með með það!Fösdudagskvöldið var að mínu mati hápunkturinn þar sem stórsveit vagnavina kom saman og spilað var við varðeld fyrir börnin meðan þau átu sig sadda af allskyns sykurvörum og síðar var trúbadorastemming langt fram eftir þar sem formaðurinn spilaði stanslaust í 5 klst með ömurlegan söngvara sér við hlið! En mikið hrikalega var góð stemming og þegar allir gestir voru mættir mun hafa verið ca.30 fullorðnir sagði kanarí Kalli. En af því Fólk með vagínu hefur verið að stæra sig af því að geta gert tvennt í einu umfram fólk með lim þá vil ég segja að formanninum tókst að spila stanslaust og drekka úr sér hrollinn um leið!! þar hafið þið það! Laugardagurinn var öllu rólegri en haldið var kaffihlaðborð sem heppnaðist gríðarlega vel en minna um sull en þar komu sterk inn Súlli og Mokki ásamt fylgihlutum og voru þeir félagar einstaklega miklir stemmingsmenn! Á sunnudeginum kvöddu þeir bræður Bammi og Sóli því Bugga var með mat sem lá undir skemmdum í Lóninu og að sjálfsögðu mættu þeir, en restin fór í stórskemmtilega ferð upp á hálendi íslands nánar tiltekið Kárahnjúka og var stíflan, lónið og fossinn skoðuð og síðan var brunað á skemmtilegan stað sem heitir Laugarvellir að ég held en þar er heitur lækur og náttúrulegur heitipottur sem mannskapurinn kunni að meta síðan var brunað heim í tjaldbúðir og á mánudeginum fórum við svo aftur á Höfn.Kíkið í myndasafnið sumar 2010 og skoðið með.

Svona var sumarið 2010 í hnotskur hjá mér og mínum og vil ég hrósa þeim sem nenntu að lesa þetta og öllum sem ég var að þvælast með í sumar vil ég þakka samfylgdina og umburðalindið því ef það er ekki til staðar gengur svona félaskapur ekki upp! />

Nú eru að koma jól og ferðavagnar löngu komnir í hús því kólna fer í bólum />

Gleðileg Jól Allir sem þetta lesa og gaman væri ef einhver nennti að skrifa jólasögu frá unglingsárunum eða öðrum skemmtilegum tíma. />

Kv. Ingi St Guðmundsson. />


» 1 hafa sagt sína skoðun

01.09.2010 22:27:07 / Mokki

Ljósmyndasamkeppni VV 2010

Jæja elskurnar, þá er loksins komið að því. Hin árlega ljósmyndasamkeppni VV er komin í loftið og er það undir ykkur komið (að einhverju leyti) lesendur góðir, hvaða mynd fer með sigur að hólmi!
Myndirnar má skoða inná "myndasöfn" og þar heitir skráinn VV-ljósmyndakeppni.
Þar eru þær allar númerað frá 1 - 7 og einnig kemur fram heiti myndar og myndasmiðs.
Svo greiðið þið ykkar atkvæði hér inná "Könnuninni", vinstra megin.
Gaman er að sjá hversu fjölbreytilegar þessar myndir eru en samt svo líkar.  Flestir sýna einhvern ákveðinn eða ákveðna einstakling í forgrunn en eru svo með óbeislaða náttúru í bakgrunni.  Sumir fanga náttúruna og láta hana spila aðalhlutverkið á meðan að enn aðrir taka bara mynd af bróður sínum!!!

Þess má til gamans geta að þátttaka í þessari fyrstu árlegu ljósmyndakeppni VV var með ágætum eða 77,7% þátttaka.

Let´s go voting!!!!

» 8 hafa sagt sína skoðun

Síður: 1 2 3 ... 14
Heimsóknir
Í dag:  4  Alls: 113744
Könnun

Engin könnun í gangi, athugaðu aftur seinna.
Klukkan
Dagsetning
24. nóvember 2014